Handbolti

KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram

Akureyringar gerðu sér lítið fyrir og unnu 29-27 sigur á Fram í Olís-deild kvenna í kvöld sem þýðir að Valskonur eru komnar með átta fingur á titilinn þegar þær eiga þrjá leiki eftir.

Akureyringar ætla ekki að gefast upp í baráttunni um fjórða sætið. Fréttablaðið/Ernir

Akureyringar gerðu sér lítið fyrir og unnu 29-27 sigur á Fram í Olís-deild kvenna í kvöld sem þýðir að Valskonur eru komnar með átta fingur á titilinn þegar þær eiga þrjá leiki eftir.

Valur er með eins stiga forskot á Fram ásamt því að eiga leik inni og geta því tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í næstu tveimur leikjum.

Á sama tíma tókst KA/Þór að saxa á forskot ÍBV í baráttunni um fjórða sætið sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.

Framkonur lentu í vandræðum gegn Selfossi á dögunum og þau vandræði héldu áfram því í kvöld því Akureyringar byrjuðu leikinn betur og leiddu lungan úr fyrri hálfleik.

Það var allt í járnum í seinni hálfleik og var staðan jöfn, 23-23 þegar korter var til leiksloka en þá tókst KA/Þór að skilja sig frá Fram með öflugum 6-3 spretti sem átti eftir að landa sigrinum.

Martha Hermannsdóttir fór á kostum í liði KA/Þórs með tíu mörk og Sólveig Lára Kristjánsdóttir bætti við átta en hjá gestunum var Steinunn Björnsdóttir atkvæðamest með sex mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Jafnt hjá FH og Aftureldingu

Handbolti

ÍBV sigldi fram úr á lokasprettinum

Handbolti

ÍBV styrkti stöðu sína í fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Auglýsing