Handbolti

KA/Þór aftur á sigurbraut

Akureyringar unnu nauman 29-28 sigur á Selfossi í lokaleik 15. umferðar Olís-deildar kvenna í kvöld en með því náði KA/Þór að saxa á forskot ÍBV í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Akureyringar eru að gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni eftir að hafa komið upp úr Grill 66-deildinni síðasta vor. Fréttablaðið/Ernir

Akureyringar unnu nauman 29-28 sigur á Selfossi í lokaleik 15. umferðar Olís-deildar kvenna í kvöld en með því náði KA/Þór að saxa á forskot ÍBV í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Jafnt var með liðunum fyrstu tuttugu mínútur leiksins en þá tókst Þór/KA með öflugu áhlaupi að ná þriggja marka forskoti rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Akureyringar virtust vera að gera út um leikinn þegar þær komust sex mörkum yfir 20-14 í upphafi seinni hálfleiks en Selfyssingar gáfust ekki upp.

Hægt og bítandi minnkuðu Akureyringar forskotið og jöfnuðu metin skömmu fyrir leikslok en Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði sigurmarkið á 59. mínútu fyrir gestina.

Katrín var atkvæðamest í liði Þór/KA með sjö mörk en hjá Selfossi var Perla Ruth Albertsdóttir markahæst með átta mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing