KA kom sér upp í efri hluta Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri sínum á móti Grindavík í lokaleik áttundu umferðar deildarinnar á Greifavellinum á Akureyri í kvöld.

Hrannar Björn Steingrímsson kom KA yfir skömmu fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik.

Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði svo metin fyrir Grindavík í upphafi síðari hálfleik en adam var ekki lengi í paradís hjá gestunum.

Fjórum mínútum tryggði Elfar Árni Aðalsteinsson KA-mönnum sigurinn og stigin þrjú sem skila liðinu í fimmta sæti deildarinnar.

Fylkir, KA, FH og Stjarnan hafa öll 12 stig í fjórða til sjöunda sæti deildarinnar en þar á eftir kemur Grindavík með 10 stig.