KA lagði Stjörnuna að velli 2-0 þegar liðið mætti Stjörnunni í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Samsung-vellinun í Garðabænum í kvöld.

Ólafur Aron Pétursson skoraði fyrra mark KA-manna eftir iundirbúningn Hallgríms Mar Steingrímssonar en Elfar Árni Aðalsteinsson það seinna eftir stoðsendingu stoðsendingu Ýmis Más Geirssonar.

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en gæti færst neðar þar sem liðin fyrir neðan Garðbæingar eiga mörg hver leik til góða. Þetta var fyrsta Stjörnuliðsins í deildinni í sumar.

KA færði sig hins vegar upp í fimmta sæti deildarinnar með sín sex stig með þessum sigri en það sama á við um norðanmenn. Úrslit í leikjunum þremur sem fram fara á morgun gætu breytt stöðu KA-liðsins.