Knattspyrnudeild KA hefur samið við spænska miðvallarleikmanninn Iosu Villar um að leika lið karlaliði félagsins út yfirstandandi leiktíð.

Villar er ætlað að fylla skarð Daníels Hafsteinssonar sem gekk til liðs við sænska liðið Helsingborg á dögunum.

KA er í ellefta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 12 stig eða jafn mörg stig og Víkingur sem er sæti ofar þar sem liðið er með betri markatölu.

Næsti leikur norðanliðsins er á móti Skagamönnum á sunnudaginn kemur og Villar verður löglegur í þeim leik.