Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Ak­ur­eyrar í vikunni að sett verði inni í þriggja ára fjár­hags- og fram­kvæmda­áætl­un Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að byggja nýjan gervigrasvöll á félagssvæði KA-manna.

Þar með mun KA færa heimavöll sinn í fótbolta frá Akurareyrvarvelli yfir á KA-svæðið innan þriggja ára. Verður KA út­hlutað 820 millj­ón­um króna á næstu þrem­ur árum í þessar framkvæmdir.

Gervigrasvöllur og stúkan við hann verða staðsett vest­an við íþrótta­hús KA. Samhliða byggingu nýs vallar verður skipt um gervigras á núverandi gervigrasvelli á KA-svæðinu.

KA-menn munu áfram spila á Akureyrarvelli næstu þrjú árin en síðasta sumar lek liðið framan af sumri á Dalvík þar sem Akureyrarvöllur kom eins og gjarnan gerist illa undan vetri.