Handboltadeild KA hefur tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir karlalið félagsins á næsta keppnistímabili.

Þannig hefur Öðinn Þór Ríkharðsson, sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Tvis Holstebro, samið við norðanmenn um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Þar að auki hafa FH-ingarnir Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson ákveðið að söðla um norður og leika með KA-mönnum á næsta tímabili.