Fótbolti

KA vill fara á gervigras

Framkvæmdarstjóri KA, Sævar Pétursson, staðfesti í samtali við Fotbolti.net í dag að KA hefði óskað eftir því að leika á gervigrasvelli félagsins í sumar.

Úr leik hjá KA síðasta sumar. Fréttablaðið/Eyþór

Framkvæmdarstjóri KA, Sævar Pétursson, staðfesti í samtali við Fotbolti.net í dag að KA hefði óskað eftir því að leika á gervigrasvelli félagsins í sumar.

KA hefur undanfarin ár leikið heimaleiki sína á Akureyrarvelli en hafa hug á því að færa heimaleiki sína á gervigrasvöll sem er við KA-heimilið.

Ljóst er að það þarf að uppfylla ýmis skilyrði samkvæmt leyfiskerfi KSÍ til að af því verði en KA hefur óskað eftir bráðabirgðar aðstöðu.

„Við erum búnir að óska eftir því bæði við KSÍ og Akureyrarbæ að flytja aðstöðuna okkar upp á KA svæði. Það liggur fyrir beiðni bæði inni hjá stjórn KSÍ og Akureyrarbæjar að gera í rauninni bráðabirgða aðstöðu við gervigrasvöllinn, svo við fáum undanþágu í tvö ár," sagði Sævar í samtali við Fotbolti.net.

Ef af því yrði að KA myndi fara á gervigras yrði meirihluti liða í efstu deild í karlaflokki á gervigrasi. 

Víkingur R. og Breiðablik eru bæði að vinna í því að leggja gervigras á velli sína en fyrir eru Stjarnan, HK, Valur og Fylkir með gervigrasvelli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Fótbolti

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Fótbolti

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Auglýsing

Nýjast

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Viðar til liðs við Hammarby

Meistaraheppni hjá Manchester City um helgina

Valgarð sigursæll á Íslandsmótinu

Auglýsing