Fótbolti

Juventus staðfestir komu Ramsey

Aaron Ramsey hefur gert fjögurra ára samning við Juventus. Hann verður þriðji Walesverjinn sem spilar fyrir félagið.

Aaron Ramsey hefur verið hjá Arsenal síðan 2008. Fréttablaðið/Getty

Aaron Ramsey gengur í raðir Juventus 1. júlí næstkomandi. Ítalíumeistararnir staðfestu félagaskiptin í kvöld.

Ramsey kemur til Juventus á frjálsri sölu frá Arsenal. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus.

Walesverjinn hefur leikið með Arsenal frá árinu 2008 en hann kom frá Cardiff City. Enginn í leikmannahópi Arsenal hefur verið lengur hjá félaginu en Ramsey.

Ramsey verður þriðji Walesverjinn sem klæðist treyju Juventus. Hann fylgir í fótspor John Charles og Ian Rush.

Ramsey hefur þrisvar sinnum orðið enskur bikarmeistari með Arsenal. Hann hefur alls leikið 357 leiki fyrir Arsenal og skorað 61 mark.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Fótbolti

Firmino tæpur vegna veikinda

Fótbolti

Mourinho vill þjálfa í Frakklandi

Auglýsing

Nýjast

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing