Sport

Júlían lyfti rúmlega 400 kílóum

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son bætti í dag sjö ára gamalt met í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði.

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son stóð sig feykilega vel í Svíþjóð. Fréttablaðið/Getty

Kraftlyfingamðurinn Júlí­an J.K. Jó­hanns­son gerði sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heims­meist­ara­mót­inu í kraft­lyft­ing­um með búnaði sem lauk í Halmstad í Svíþjóð í dag. 

Júlí­an byrjaði á að bæta heims­met með því að lyfta 398 kg. Hann lét það hins vegar ekki duga og bætti um betur með því að rífa upp 405 kg.

Júlí­an lyfti jafn­framt 410 kg í hné­beygju sem er hans besti árangur í þeirri grein. Þessi árangur skilaði hinum í fjórða sæti í Opn­um flokki á mót­inu. Rúss­inn And­rey Konovalov varð heims­meistari.

Áður hafði hin unga Sól­ey Mar­grét Jóns­dótt­ir bætt Norður­landa­met í bekkbressu í sínum aldursflokki og Vikt­or Samú­els­son hafnaði í áttunda sæti í sín­um flokki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Sport

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Fótbolti

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Auglýsing

Nýjast

Kári þarf að fara í aðgerð

Sjö breytingar frá síðasta leik

VAR tekið upp á Englandi

Alfreð kominn með 300 sigra

„Gugga fær að halda fjarkanum“

Finnur Atli í hóp hjá KR í kvöld

Auglýsing