Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K Jóhannsson hefur fengið boð um að taka þátt í World Games, Heimsleikunum næsta sumar.

Júlían greinir frá þessu á facebook-síðu sinni í kvöld.

Í færslunni segir Júlían að um mikinn heiður sé að ræða og nú verði tekið á því.

Heimsleikarnir fara fram í Alabama í Bandaríkjunum.

Júlían er nýkominn heim af heimsmeistaramótinu þar sem hann var ekki fyllilega sáttur við árangur sinn þrátt fyrir að hafa nælt í gullverðlaun í réttstöðulyftu á mótinu.