Real Madrid hefur tilkynnt að Julen Lopetegui, núverandi þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, muni taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins eftir að heimsmeistaramótinu lýkur. 

Lopetegui tekur við starfinu af Zinedine Zidene sem hætti óvænt störfum hjá Real Madrid fyrr í þessum mánuði. 

Zidane stýrði liðinu til sigurs í spænsku deildinni vorið 2017, en hann sigraði Meisaradeild Evrópu öll þrjú árin sem hann var við stjórnvölinn hjá liðinu. Þá varð Real Madrid tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða undir stjórn Zidane. 

Lopetegui hefur stýrt spænska landsliðinu síðan árið 2016, en hann hefur þar að auk haldið um stjórnartaumana hjá Rayo Vallecano og Porto og þjálfað yngri landslið Spánverja. Hann er kunnugur Real Madrid, en hann þjálfaði B-lið félagsins árin 2008 til 2009.