Fótbolti

Julen Lopetegui arftaki Zidane hjá Real Madrid

Real Madrid hefur tilkynnt að Julen Lopetegui, núverandi þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, muni taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins eftir að heimsmeistaramótinu lýkur.

Julen Lopetegui tekur við Real Madrid í júlí.

Real Madrid hefur tilkynnt að Julen Lopetegui, núverandi þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, muni taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins eftir að heimsmeistaramótinu lýkur. 

Lopetegui tekur við starfinu af Zinedine Zidene sem hætti óvænt störfum hjá Real Madrid fyrr í þessum mánuði. 

Zidane stýrði liðinu til sigurs í spænsku deildinni vorið 2017, en hann sigraði Meisaradeild Evrópu öll þrjú árin sem hann var við stjórnvölinn hjá liðinu. Þá varð Real Madrid tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða undir stjórn Zidane. 

Lopetegui hefur stýrt spænska landsliðinu síðan árið 2016, en hann hefur þar að auk haldið um stjórnartaumana hjá Rayo Vallecano og Porto og þjálfað yngri landslið Spánverja. Hann er kunnugur Real Madrid, en hann þjálfaði B-lið félagsins árin 2008 til 2009.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bjart­sýnir á að Ís­land komist upp úr D-riðli

Fótbolti

Rúnar Alex til Dijon í Frakk­landi

Fótbolti

Um­deildri brons­styttu af Ron­aldo skipt út fyrir nýja

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Auglýsing