Fótbolti

Julen Lopetegui arftaki Zidane hjá Real Madrid

Real Madrid hefur tilkynnt að Julen Lopetegui, núverandi þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, muni taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins eftir að heimsmeistaramótinu lýkur.

Julen Lopetegui tekur við Real Madrid í júlí.

Real Madrid hefur tilkynnt að Julen Lopetegui, núverandi þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, muni taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins eftir að heimsmeistaramótinu lýkur. 

Lopetegui tekur við starfinu af Zinedine Zidene sem hætti óvænt störfum hjá Real Madrid fyrr í þessum mánuði. 

Zidane stýrði liðinu til sigurs í spænsku deildinni vorið 2017, en hann sigraði Meisaradeild Evrópu öll þrjú árin sem hann var við stjórnvölinn hjá liðinu. Þá varð Real Madrid tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða undir stjórn Zidane. 

Lopetegui hefur stýrt spænska landsliðinu síðan árið 2016, en hann hefur þar að auk haldið um stjórnartaumana hjá Rayo Vallecano og Porto og þjálfað yngri landslið Spánverja. Hann er kunnugur Real Madrid, en hann þjálfaði B-lið félagsins árin 2008 til 2009.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Fótbolti

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Fótbolti

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Auglýsing

Nýjast

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

„Ætlum að vinna titil í ár og þetta er síðasta tækifærið“

Ólafía Þórunn einu undir pari eftir fyrsta hring

„Ekki akedemískt ef aðilar fá ekki að svara fyrir sig“

Auglýsing