Diego Jota fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma og tryggði Wolves um leið stigin þrjú í 4-3 sigri á Leicester.

Úlfarnir leiddu 2-0 í hálfleik en gestirnir frá Leicester svöruðu með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks.

Jota kom Leicester á ný yfir um miðbik seinni hálfleiks en Wes Morgan virtist hafa bjargað stigi fyrir Leicester þegar hann jafnaði á 86. mínútu.

Jota var hinsvegar ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 93. mínútu leiksins.

Úlfarnir opnuðu vörn Leicester upp á gátt og var Jota einn á auðum sjó í vítateig gestanna þegar hann lagði boltann í netið.