Enski boltinn

Jose Mourinho sleppur við kæru

Jose Mourinho þarf ekki að svara fyrir viðbrögð sín í leik Manchester United og Chelsea um helgina þegar hann brást illa við fagnaðarlátum Marco Ianni, aðstoðarþjálfara Chelsea og að öryggisverðir þurftu að skilja þá að.

Mourinho fylgist með á hliðarlínunni um helgina á Brúnni. Fréttablaðið/Getty

Jose Mourinho þarf ekki að svara fyrir viðbrögð sín í leik Manchester United og Chelsea um helgina þegar hann brást illa við fagnaðarlátum Marco Ianni, aðstoðarþjálfara Chelsea og að öryggisverðir þurftu að skilja þá að.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Ross Barkley jafnaði fyrir Chelsea á 96. mínútu leiksins í 2-2 jafntefli. Ianni fagnaði þá innilega beint fyrir framan varamannabekk Manchester United og Mourinho.

Sá portúgalski snöggreiddist við það og virtist ætla að lesa yfir Ianni pistilinn en öryggisverðir komu í veg fyrir það. Baðst Maurizio Sarri, aðstoðarþjálfari Chelsea, síðar afsökunar á viðbrögðum aðstoðarmanns síns.

Sendi enska knattspyrnusambandið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Mourinho yrði ekki refsað en Ianni var ákærður og þarf að svara fyrir hegðun sína fyrir framan aganefnd.

Málefni Mourinho eru þegar inn á borði aganefndar eftir að sá portúgalski blótaði í hljóði fyrir framan sjónvarpsmyndavélar á dögunum. Enska knattspyrnusambandi réði til sín varalesara og birti Mourinho ákæru stuttu síðar en það verður tekið fyrir í vikunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Enski boltinn

Joe Cole leggur skóna á hilluna

Enski boltinn

Daniel Sturridge kærður af FA

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Helena: Einhvern veginn allt að

Auglýsing