Fótbolti

Jose Mourinho sleppur við kæru

Jose Mourinho þarf ekki að svara fyrir viðbrögð sín í leik Manchester United og Chelsea um helgina þegar hann brást illa við fagnaðarlátum Marco Ianni, aðstoðarþjálfara Chelsea og að öryggisverðir þurftu að skilja þá að.

Mourinho fylgist með á hliðarlínunni um helgina á Brúnni. Fréttablaðið/Getty

Jose Mourinho þarf ekki að svara fyrir viðbrögð sín í leik Manchester United og Chelsea um helgina þegar hann brást illa við fagnaðarlátum Marco Ianni, aðstoðarþjálfara Chelsea og að öryggisverðir þurftu að skilja þá að.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Ross Barkley jafnaði fyrir Chelsea á 96. mínútu leiksins í 2-2 jafntefli. Ianni fagnaði þá innilega beint fyrir framan varamannabekk Manchester United og Mourinho.

Sá portúgalski snöggreiddist við það og virtist ætla að lesa yfir Ianni pistilinn en öryggisverðir komu í veg fyrir það. Baðst Maurizio Sarri, aðstoðarþjálfari Chelsea, síðar afsökunar á viðbrögðum aðstoðarmanns síns.

Sendi enska knattspyrnusambandið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Mourinho yrði ekki refsað en Ianni var ákærður og þarf að svara fyrir hegðun sína fyrir framan aganefnd.

Málefni Mourinho eru þegar inn á borði aganefndar eftir að sá portúgalski blótaði í hljóði fyrir framan sjónvarpsmyndavélar á dögunum. Enska knattspyrnusambandi réði til sín varalesara og birti Mourinho ákæru stuttu síðar en það verður tekið fyrir í vikunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Fótbolti

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Fótbolti

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing

Nýjast

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Bernando segir markmið City að vinna fernuna

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Viðar Örn kallaður inn í landsliðið

Draumurinn er ennþá að komast í NBA-deildina

Auglýsing