Maurizio Sarri hefur óskað eftir því að Juventus kaupi ítalska landsliðsmanninn Jorginho frá Chelsea ári eftir að Sarri fékk Jorginho til Englands frá Napoli.

Sarri tók við liði Juventus á dögunum af Massimiliano Allegri og er honum ætlað að gera atlögu að Meistaradeild Evrópu eftir að Allegri mistókst að landa þeim titli.

Frá því að Sarri yfirgaf Chelsea til að taka við Juventus hafa Emerson og Jorginho verið orðaðir við Juventus.

Sarri barðist með kjafti og klóm til að fá Jorginho til Chelsea síðasta sumar eftir að hafa unnið með honum þar áður hjá Napoli og virðist hann ætla að byggja lið Juventus á Jorginho.