Bandaríska körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hyggst láta 10 milljónir Bandaríkjadala renna til góðgerðasamtakanna Make-A Wish America í tilefni 60 ára afmæli síns. Það er AP sem greinir frá.
Það jafngildir rúmum 1,4 milljarði íslenskra króna og er hæsta framlag sem góðgerðasamtökin hafa nokkru sinni fengið frá einum einstaklingi í 43 ára sögu sinni.
Jordan varð 60 ára í dag og segir það heiður fyrir sig að taka höndum saman með Make A Wish góðgerðasamtökunum en þau hjálpa börnum sem búa við erfiðar aðstæður að láta óskir og drauma sína rætast.
Samstarf Jordan og Make A Wish teygir sig aftur til ársins 1989, síðan þá hefur hann hjálpað til að láta hundruð óska bandarískra barna rætast.
Six-time NBA champion Michael Jordan is celebrating his 60th birthday on Friday by making a $10 million donation to Make-A-Wish. https://t.co/ZWZmaTJ35z
— The Associated Press (@AP) February 15, 2023