Banda­ríska körfu­bolta­goð­sögnin Michael Jordan hyggst láta 10 milljónir Banda­ríkja­dala renna til góð­gerða­sam­takanna Make-A Wish America í til­efni 60 ára af­mæli síns. Það er AP sem greinir frá.

Það jafn­gildir rúmum 1,4 milljarði ís­lenskra króna og er hæsta fram­lag sem góð­gerða­sam­tökin hafa nokkru sinni fengið frá einum ein­stak­lingi í 43 ára sögu sinni.

Jordan varð 60 ára í dag og segir það heiður fyrir sig að taka höndum saman með Make A Wish góð­gerða­sam­tökunum en þau hjálpa börnum sem búa við erfiðar að­stæður að láta óskir og drauma sína rætast.

Sam­starf Jordan og Make A Wish teygir sig aftur til ársins 1989, síðan þá hefur hann hjálpað til að láta hundruð óska banda­rískra barna rætast.