Sport

Jóni Daða sárnar

Landsliðsframherjinn er ósáttur við frétt Vísis, þar sem vikið er að árangri liðanna sem hann hefur spilað með í Englandi - sem og frammistöðu hans með landsliðinu.

Jón Daði Böðvarsson hefur á löngum köflum spilað stórkostlega með íslenska landsliðinu.

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson er ekki par sáttur við frétt Vísis um gengi liðanna sem hann hefur spilað með í Englandi. „Ég er að reyna að botna í þessum fréttaflutningi meira og meira en næ því ekki,“ skrifar hann á Facebook.

Í fréttinni er farið yfir hvernig liðunum tveimur, Wolves og Reading hefur vegnað í Championship-deildinni með og án Jóns Daða. „Það koma auðvitar margir aðrir þættir inn í þetta en frammistaða eins leikmanns,“ er tekið fram í fréttinni. Þar kemur þó fram að Úlfarnir hafi hafnað í 15. sæti með Jón Daða innan borðs en séu nú í 1. sæti. Svipaða sögu sé að segja af Reading, sem núna sé í 19. sæti deildarinnar en hafi verið í 3. sæti án Jóns Daða.

Þetta er sett í samhengi við velgengni íslenska landsliðsins eftir að Jón Daði hóf þar að spila. Hann er í greininni titlaður „duglegasti framherji íslenska landsliðsins fyrr og síðar.“

Jón Daði segist ekki vera mikið fyrir að tjá sig um þær fréttir sem skrifaðar eru um hann. Hann hafi þá reglu að láta þær fram hjá sér fara. „En hvert er svona markmið og tilgangur þessarar greinar?“

Hann segir að ljóst sé að smekkur manna sé misjafn, sem betur fer. „Minni mig bara á það að fara ekki í viðtal við þennan mann síðar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni

Í beinni: Þýskaland 5 - 4 Ísland

Handbolti

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Alexander-Arnold fær nýjan samning

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Auglýsing