Jón Sigurður Gunnarson, var hársbreidd frá því að komast í úrslit á heimsbikarmótaröðinni í fimleikum í dag er hann fékk 12,6 fyrir æfingar sínar í hringjum.
Jón er eini Íslendingurinn sem keppir í heimsbikarmótaröðinni í ár en með góðum árangri þar er hægt að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í fimleikum.
Jón hefur verið landsliðinu í fimleikum um árabil en hann reynir nú að vinna sér inn keppnisrétt sem einstaklingur á hringjum en hann er á heimsmælikvarða í hringjunum.

Jón hóf mótaröðina í Cottbus í Þýskalandi þar sem smávægileg mistök í lendingu urðu honum dýrkeypt. Næst fór heimsbikarmótaröðin til Doha þar sem Jón var staðráðinn í að gera betur.
Hann gerði frábæra seríu í Doha í dag en hafði ekki erindi sem erfiði og aftur var það lendingin sem var að stríða honum.
Jón Sigurður endaði í þrettánda sæti en átta efstu komast í úrslit hverju sinni.
Hægt er að sjá æfinguna hans Jóns í Doha hér að neðan.