Jón Sigurður Gunnar­son, var hárs­breidd frá því að komast í úr­slit á heims­bikar­móta­röðinni í fim­leikum í dag er hann fékk 12,6 fyrir æfingar sínar í hringjum.

Jón er eini Ís­lendingurinn sem keppir í heims­bikar­móta­röðinni í ár en með góðum árangri þar er hægt að vinna sér inn keppnis­rétt á heims­meistara­mótinu í fim­leikum.

Jón hefur verið lands­liðinu í fim­leikum um ára­bil en hann reynir nú að vinna sér inn keppnis­rétt sem einstaklingur á hringjum en hann er á heimsmælikvarða í hringjunum.

Jón Sigurður sýnir hér svokallaða flugvél en það þarf að halda öllum styrktaræfingur í tvær sekúndur svo þær séu gildar.
Ljósmynd/aðsend

Jón hóf móta­röðina í Cott­bus í Þýska­landi þar sem smá­vægi­leg mis­tök í lendingu urðu honum dýr­keypt. Næst fór heimsbikarmótaröðin til Doha þar sem Jón var staðráðinn í að gera betur.

Hann gerði frá­bæra seríu í Doha í dag en hafði ekki erindi sem erfiði og aftur var það lendingin sem var að stríða honum.

Jón Sigurður endaði í þrettánda sæti en átta efstu komast í úr­slit hverju sinni.

Hægt er að sjá æfinguna hans Jóns í Doha hér að neðan.