Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar gegn Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni þann 21. janúar næstkomandi.

Jón Þór Hauksson og Ian Jeffs mynda þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Knattspyrnusamband Íslands KSÍ sendi frá sér tilkynningu síðdegis í dag þar sem fram kemur að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu muni leika vináttulandsleik gegn Skotlandi í janúar á næsta ári. 

Leikurinn mun fara fram á La Manga á Spáni 21. janúar og verður þetta fyrsti leikurinn sem Jón Þór Hauksson stýrir, en hann tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í haust. 

Íslenska landsliðið fór einnig til La Manga í byrj­un þessa árs og lék þar vináttu­lands­leik gegn Nor­egi, en norska liðið fór með 2-1 sigur af hólmi í þeim leik.

Ísland var með Skotlandi í riðli í undan­keppni EM 2017, en leikur liðanna á skoskri grundu endaði með sannfærandi 4-1 sigri íslenska liðsins og Ísland fór bar sömuleiðis sigur úr býtum 2-1 á Laugardalsvellinum.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Íslenski boltinn

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing