Jón Þór Hauksson er hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Jón Þór kom til Stjörnunnar frá ÍA í janúar og var aðstoðarmaður Rúnars Pál Sigmundssonar. Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í haust.

Fótbolti.net greindi frá í gærkvöldi frá því að Jón Þór myndi taka við íslenska kvennalandsliðinu ásamt Ásthildi Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu.

Jón Þór var aðstoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar hjá ÍA 2014-17 og tók við liðinu í erfiðri stöðu seinni hluta sumars 2017.