Fótbolti

Jón Guðni til Krasnodar

Krasnodar hefur fest kaup á miðverðinum Jóni Guðna Fjólusyni frá Norrköping.

Jón Guðni fagnar marki í vináttulandsleik Íslands og Perú fyrr á árinu. Fréttablaðið/Getty

Enn fjölgar íslenskum leikmönnum í rússnesku úrvalsdeildinni en Jón Guðni Fjóluson er genginn í raðir Krasnodar.

Jón Guðni kemur til Krasnodar frá Norrköping þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír undanfarin tvö ár. Þar áður lék Jón Guðni með Sundsvall í Svíþjóð, Beerschot í Belgíu og Fram á Íslandi.

Jón Guðni verður fimmti Íslendingurinn í rússnesku úrvalsdeildinni. Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá CSKA Moskvu og þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson leika með Rostov.

Krasnodar er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í rússnesku úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili lenti liðið í 4. sæti.

Jón Guðni, sem er 29 ára, hefur leikið 13 landsleiki og skorað eitt mark.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Fótbolti

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

Fótbolti

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Auglýsing

Nýjast

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Auglýsing