Fótbolti

Jón Guðni til Krasnodar

Krasnodar hefur fest kaup á miðverðinum Jóni Guðna Fjólusyni frá Norrköping.

Jón Guðni fagnar marki í vináttulandsleik Íslands og Perú fyrr á árinu. Fréttablaðið/Getty

Enn fjölgar íslenskum leikmönnum í rússnesku úrvalsdeildinni en Jón Guðni Fjóluson er genginn í raðir Krasnodar.

Jón Guðni kemur til Krasnodar frá Norrköping þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír undanfarin tvö ár. Þar áður lék Jón Guðni með Sundsvall í Svíþjóð, Beerschot í Belgíu og Fram á Íslandi.

Jón Guðni verður fimmti Íslendingurinn í rússnesku úrvalsdeildinni. Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá CSKA Moskvu og þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson leika með Rostov.

Krasnodar er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í rússnesku úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili lenti liðið í 4. sæti.

Jón Guðni, sem er 29 ára, hefur leikið 13 landsleiki og skorað eitt mark.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sárnaði þegar Courtois fór til Real Madrid

Fótbolti

Hannes og fé­lagar þurfa sigur gegn Ís­lands(ó)vinunum í BATE

Fótbolti

Bakayoko mættur í læknisskoðun hjá AC Milan

Auglýsing

Nýjast

Hafði ekki skorað í 83 leikjum en skoraði svo tvö gegn Víkingi

„Gagnrýnin á Sterling er drifin áfram af rasisma“

Cech segir Leverkusen sorglegt félag

Markakóngurinn gripinn í símanum undir stýri

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Auglýsing