Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Hammarby.

Jón Guðni spilaði með norska liðinu Brann á síðustu leiktíð en þar áður spilaði hann fyrir Krasnodar í Rússlandi.

Þessi 31 árs varnarmaður hefur áður spilað í Svíþjóð en þá lék hann með Sundsvall og Norrköping.

Þar fyrir utan hefur Jón Guðni leikið með Fram og belgíska liðinu Beerschot Þá hefur hann leikið 17 landsleiki fyrir Ísland.