Jón Guðni Fjöluson varnarmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er eini íslenski leikmaðurinn sem á enn möguleika á að leika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla.

Lið hans, Krasnodar frá Rússlandi, lagði Porto að velli 3-2 í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppninnar og komst þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakpeppni keppninnar.

Jón Guðni hóf leikinn á varamannabekk Krasnodar en kom inná sem varamðaur á 65. mínútu leiksins og hjálpað liðinu við að landa sigrinum.

Krasnodar mætir gríska liðinu Olympiacos í umspilinu um sæti í riðlakeppinni en leikið verður dagana 21. og 28. ágúst.