Paul Clement var í dag rekinn úr stöðu sinni sem knattspyrnustjóri Reading og eiga Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson von á nýjum þjálfara á næstu dögum.

Er þetta í þriðja sinn sem Clement er rekinn frá félagi á Englandi en hann hefur einnig unnið sem aðstoðarþjálfari hjá stærstu liðum heims með Carlo Ancelotti.

Eftir að hafa unnið tvo leiki af fyrstu þremur hefur Reading unnið fjóra af síðustu 25 í Championship-deildinni undir stjórn Clement og er við fallsæti eftir tuttugu umferðir.

Hjá Reading eru tveir Íslendingar í aðalliðinu, landsliðsframherjinn Jón Daði sem hefur verið frá undanfarnar vikur vegna meiðsla og Axel sem sneri nýlega aftur eftir lánsdvöl í Noregi.