Enski boltinn

Jón Daði og Axel fá nýjan þjálfara hjá Reading

Paul Clement var í dag rekinn úr stöðu sinni sem knattspyrnustjóri Reading og eiga Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson von á nýjum þjálfara á næstu dögum.

Jón Daði hefur skorað sjö mörk í ellefu leikjum það sem af er tímabils. Fréttablaðið/Getty

Paul Clement var í dag rekinn úr stöðu sinni sem knattspyrnustjóri Reading og eiga Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson von á nýjum þjálfara á næstu dögum.

Er þetta í þriðja sinn sem Clement er rekinn frá félagi á Englandi en hann hefur einnig unnið sem aðstoðarþjálfari hjá stærstu liðum heims með Carlo Ancelotti.

Eftir að hafa unnið tvo leiki af fyrstu þremur hefur Reading unnið fjóra af síðustu 25 í Championship-deildinni undir stjórn Clement og er við fallsæti eftir tuttugu umferðir.

Hjá Reading eru tveir Íslendingar í aðalliðinu, landsliðsframherjinn Jón Daði sem hefur verið frá undanfarnar vikur vegna meiðsla og Axel sem sneri nýlega aftur eftir lánsdvöl í Noregi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing