Jón Daði Böðvarsson greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi ekki getað gefið kost á sér í næsta verkefni landsliðsins gegn Andorra og Frakklandi vegna meiðsla.

Erik Hamrén tilkynnti í dag leikmannahópinn og vakti það athygli að hann skyldi aðeins taka þrjá framherja í leikina.

Jón Daði sem hefur leikið 41 leiki fyrir Íslands hönd hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og kom það í veg fyrir að hann gæti gefið kost á sér.

Bætir hann við að þetta sé leiðinlegi hluti þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu en að hann muni tækla þessa hindrun í Twitter-færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.