Sport

Jón Daði gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla

​Jón Daði Böðvarsson greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi ekki getað gefið kost á sér í næsta verkefni landsliðsins gegn Andorra og Frakklandi vegna meiðsla.

Jón Daði í leik gegn Belgíu síðasta haust. Fréttablaðið/Getty

Jón Daði Böðvarsson greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi ekki getað gefið kost á sér í næsta verkefni landsliðsins gegn Andorra og Frakklandi vegna meiðsla.

Erik Hamrén tilkynnti í dag leikmannahópinn og vakti það athygli að hann skyldi aðeins taka þrjá framherja í leikina.

Jón Daði sem hefur leikið 41 leiki fyrir Íslands hönd hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og kom það í veg fyrir að hann gæti gefið kost á sér.

Bætir hann við að þetta sé leiðinlegi hluti þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu en að hann muni tækla þessa hindrun í Twitter-færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing

Nýjast

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing