Jón Dagur Þorsteinsson kom Íslandi yfir gegn Ísrael í Þjóðardeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Um er að ræða afar mikilvægan leik þar sem Ísland getur komist í baráttu um efsta sæti riðilsins.

Þetta var annað mark Jóns Dags í Þjóðardeildinni, viku eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Albaníu á Laugardalsvelli.

Hann er því búinn að skora í tveimur leikjum í röð en fram að því var hann búinn að skora tvö mörk í nítján leikjum.

Þá er hann búinn að skora fjórðung marka Íslands í Þjóðardeildinni frá upphafi og er orðinn markahæsti leikmaður Íslands í keppninni.