Fram kemur í frétt DV um uppsögn Eiðs Smára Guðjohnsen úr starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta að samkvæmt heimildum vefmiðilsins hafi einn leikmaður landsliðsins farið yfir mörk í gleðskap íslenska liðsins eftir leik gegn Norður-Makedóníu í lokaumferð í undankeppni HM 2022 fyrr í þessum mánuði.

Sögusagnir hafa verið um að umræddur leikmaður sé Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður danska liðsins AGF.

Fotbolti.net bar þessar sögusagnir undir Jón Dag sem kveðst ekki hafa farið fram úr sér í gleðskapnum vísar leikmaðurinn fyrrgreindum sögusögnum til föðurhúsanna.