Samkvæmt heimildum bold.dk hefur Fulham lánað U-21 árs landsliðsmanninn Jón Dag Þorsteinsson til Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur er uppalinn hjá HK en gekk í raðir Fulham fyrir þremur árum. Hann hefur leikið með unglinga- og varaliði félagsins.

Eftir sjö umferðir situr Vendsyssel í 11. sæti dönsku deildarinnar með sjö stig. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en hefur ekki unnið í síðustu fimm umferðum.

Jón Dagur, sem verður tvítugur í nóvember, hefur leikið átta leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands.