Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt marka AGF þegar liðið hafði betur gegn Kjartani Henry Finnbogasyni og samherjum hans hjá Vejle í fyrstu umferð dönsku úvralsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Frammistaða Jóns Dags í leiknum skilaði honum sæti í liði umferðarinnar og fer hann því vel af stað með á keppnistímabilinu.

Þessi 21 árs gamli vængmaður skoraði átta mörk í þeim 31 deildarleikjum sem hann spilaði fyrir AGF á síðustu leiktíð. Næsti leikur AGF er gegn slóvenska liðinu Mura í annarri umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar en sá leikur fer fram á fimmtudaginn kemur.

Lið umferðarinnar í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar má sjá hér að neðan: