Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu, AGF, var valinn í lið mánaðarins fyrir júnímánuð. Jón Dagur hefur skorað átta mörk í þeim 28 deildarleikjum sem hann hefur spilað fyrir AGF á yfirstandandi leiktíð.

Þrjú þessara marka skoraði hann í 4-3 sigri AGF á móti nýkrýndum Danmerkurmeisturum, Midtjylland, en hann lagði upp fjórða mark AGF í þeim leik. Þá hefur Jón Dagur haldið uppteknum hætti í þessum mánuði en hann átti eina stoðsendingu í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í gær.

Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, sem leikur með Midtjylland fékk sömuleiðis sæti í liði júlímánaðarins. AGF situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 60 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.