Enska B-deildarliðið í knattspyrnu Rea­ding hef­ur samþykkt kauptil­boð frá Millwall, sem leikur í sömu deild, í íslenska landsliðsframherjann Jón Daða Böðvarsson.

Áður hefur verið sagt frá því að Jón Daði sé ekki í plönunum hjá portúgalska knattspyrnustjóranum José Manuel Gomes. Jón Daði fór ekki með liðinu í æfingaferð til Spánar og er á sölulista hjá Reading.

Jón Daði kom til Reading frá Wolves­ árið 2017 en hann hefur skoraði 14 mörk í 53 leikjum fyrir liðið. Hann var mikið meidd­ur á síðustu leiktíð en skoraði þrátt fyr­ir það sjö mörk í þeim níu leikjum sem hann var í byrjunarliði Reading.

Millwall hafnaði í 21. sæti deild­ar­inn­ar í ensku B-deildinni síðasta vor, en liðið endaði einu sæti neðar en Rea­ding og liðin rétt sluppu við fall úr deildinni.