Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið seldur frá Reading til Millwall en liðin leika bæði í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla.

Þessi 27 ára gamli landsliðsmaður hefur einnig leikið með Selfossi, norska liðinu Viking Stavanger, Kaisers­lautern í Þýskalandi og Wol­ves á ferli sínum.

Hann gekk til liðs við Reading sumarið 2017 og gekk vel á fyrsta tímabilinu með liðinu en var mikið meiddur á síðustu leiktíð og ljóst var að hann var ekki í framtíðaráformum José Manuel Gomes knattspyrnustjóra Reading í vetur.

„Ég heyrði af áhuga Millwall fyrir nokkru síðan og ég er sáttur við að félagaskiptin séu gengin í gegn. Ég er spenntur fyrir því að hitta nýju liðsfélagana mína og byrja að æfa með liðinu. Ég hlakka mikið til fyrsta leik tímabilsins og vona innilega að okkur gangi vel á næsta tímabili,“ seg­ir Jón Daði um skiptin til Millwall og framhaldið.