Jón Daði Böðvarsson rifti í dag samningi sínum hjá Milwall og samdi samdægur við Bolton sem leikur í þriðju efstu deild enska boltans.

Íslendingar hafa náð góðum árangri með Bolton en Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson, Heiðar Helguson og Arnar Gunnlaugsson léku með félaginu.

Jón Daði var ekki inn í myndinni hjá þjálfarateymi Milwall og var frjálst að finna sér nýtt félag.

Selfyssingurinn tók þátt í leikjum íslenska landsliðsins á dögunum og skoraði þar eitt mark í jafntefli gegn Malaví.