Enska knattspyrnufélagið Millwall hefur sett íslenska landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson á sölulista samkvæmt frétt South London News.

Þar segir að Millwall sé reiðubúið að hlusta á tilboð í Jón Daða í sumar en hann gekk til liðs við félagið frá Reading í júlí árið 2019. Jón Daði á ár eftir af samningi sínum við Millwall.

Landsliðsframherjinn skoraði eitt deildarmark í 38 leikjum Millwall á síðustu leiktíð en hann var einungis 13 sinnum í byrjunarliðinu og er líklega áfjáður í að komast annað lið þar sem hann mun spila meira.