Jón Axel Guðmunds­son, landsliðsmaður í körfubolta, mun leika með þýska fé­laginu Fra­port Skyl­iners. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Jón Axel sem hefur leikið með Dav­idson í háskólaboltanum í Banda­ríkj­un­um und­an­far­in fjög­ur ár gerði eins árs samning við þýska liðið sem hefur aðsetur í Frankfurt.

Þessi 23 ára gamli bakvörður stefndi að því að láta reyna á nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar en óvissa með framhaldið þar varð til þess að hann ákvað frekar að færa sig til Evrópu.

Skyl­iners hafnaði í 14. sæti í þýsku eftsu deild­arinnar á nýlokinni leiktíð og endaði svo í sjöunda til áttunda sæti í úrslitakeppni sem haldinn var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni vegna kórónaveirufaraldursins.