Þetta kom fram á vef Körfunnar sem og vef Sportnado í Bandaríkjunum.
Þar fær Jón Axel tækifæri til að heilla forráðamenn Phoenix sem lék til úrslita í NBA-deildinni á dögunum en þurfti að horfa á eftir meistaratitlinum til Milwaukee Bucks.
Jón Axel var að ljúka fyrsta ári sínu í atvinnumennsku með Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni. Þar áður lék Jón Axel með háskólaliði Davidson Wildcats í Bandaríkjunum við góðan orðstír.
Jon Axel Gudmundsson will play for the Phoenix Suns in the upcoming NBA Summer League, sources tell @Sportando. The former Davidson guard spent last season in the German BBL with the Fraport Skyliners.
— Nicola Lupo (@NicolaLupo99) July 26, 2021
Eftir að hafa verið valinn leikmaður ársins í A10-deildinni fékk Jón Axel um boð um að koma á æfingar hjá Utah Jazz, Sacramento Kings og Charlotte Hornets árið 2019 en þá settu meiðsli strik í reikninginn.
Jón lauk því háskólanáminu með Davidson áður en hann hélt í atvinnumennsku í Þýskalandi.
Í sumardeild NBA fá leikmenn að minnsta kosti fimm leiki til að sannfæra félög um ágæti sitt.