Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson samdi í gær við Merlins Crailsheim í þýsku deildinni eftir hálft ár í herbúðum Fortitudo Bologna á Ítalíu.

Crailsheim er annað liðið í Þýskalandi sem Jón Axel leikur með á atvinnumannaferlinum.

Jón Axel var með 12.3 stig, 3.1 frákast and 3.7 stoðsendingu að meðaltali í leik með Fraport Skyliners á síðasta ári. Það var fyrsta ár Jóns í atvinnumennsku.

Honum tókst ekki að fylgja því eftir á Ítalíu þar sem Jón var með 3.6 stig, 3.8 frákast and 2.3 stoðsendingu að meðaltali.

Bakvörðurinn lék með liði Phoenix Suns í sumardeild NBA-deildarinnar á síðasta ári en var ekki boðinn samningur í Bandaríkjunum.