Jón Axel Guðmundsson mun eyða næstu dögum á æfingum hjá Utah Jazz í NBA-deildinni nokkrum dögum eftir að hafa æft með Sacramento Kings.

Grindvíkingurinn ákvað að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í ár eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Atlantic 10-deildarinnar síðasta vetur.

Jón Axel var boðaður á æfingar (e. pre-draft workout) hjá Sacramento Kings á dögunum og er nú kominn til Salt Lake City þar sem hann æfir með Utah Jazz.

Hann er einn tveggja bakvarða sem Utah Jazz ætlar að skoða fyrir nýliðavalið sem fer fram þann 20. júní næstkomandi.