Íþróttadeild Fréttablaðsins hefur heimildir fyrir því að Valsmenn sem kynntu til leiks Pavel Ermolinski til leiks sem nýjan leikmann félagsins hafa boðið fleiri fyrrverandi leikmönnum KR samning um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Þannig eru Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon með samningstilboð frá Val og liggja þeir undir feldi þessa dagana um hvort þeir hyggist halda áfram körfuboltaiðkun og þá í hvaða félagi.

Jón Arnór gaf það út fyrir síðasta keppnistímabil að hann hyggðist leggja skóna á hilla síðastliðið vor en hann hefur leikið sinn síðasta landsleik.

Helgi Már tók hins vegar skóna af sinni hillu eftir síðustu áramót og aðstoðaði KR við að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikill styrkur það væri fyrir leikmannahóp Vals að fá þessa leikmenn auk Pavels til liðs við sig.