Jón Arnór Stefánsson leggur landsliðsskóna á hilluna á hilluna eftir leikina gegn Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM í sumar. Hann greindi frá þessu í hlaðvarpi Karfan.is. 

Jón Arnór hefur leikið 98 landsleiki og var í íslenska liðinu sem fór á EM 2015 og 2017. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi árið 2000.

Ísland er í 2.-3. sæti síns riðils í undankeppni HM. Íslenska liðið mætir því búlgarska 29. júní og finnska 2. júlí. Báðir leikirnir fara fram ytra.

Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en vann góða sigra á Finnlandi og Tékklandi um síðustu helgi.

Jón Arnór er einn af merkisberum íslenska körfuboltans og er oft talinn vera besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar. Hann átti farsælan feril í atvinnumennsku en leikur nú með uppeldisfélaginu KR.