Körfubolti

Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna

Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikur með KR mun leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni Evrópukeppninnar 2021. Jón Arnór leikur þar sinn 100. landsleik.

Jón Arnór hefur verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu undanfarin áratuginn rúman. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Jón Arnór Stefánsson mun leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik íslenska karlalandsliðsins í körfubolta gegn Portúgal í forkeppni Evrópukeppninnar 2021 sem fram fer í Laugardalshöllinni 21. febrúar næstkomandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu KKÍ um leikinn sem sjá má hér að neðan:

Jón Arnór sem er 36 ára gamall tilkynnti það fyrir yfirstandandi leiktíð að þetta væri hans síðasta keppnistímabil sem körfuboltamaður, en hann ætlar að ljúka ferlinum þar sem hann byrjaði í meistaraflokki í Vesturbænum. 

Það lá því í loftinu að landsliðsskórnir færu sömuleiðis á hilluna og nú er ljóst að hann fær kveðjuleik á heimavelli í sínum 100. landsleik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Unnur Tara með trosnað krossband

Körfubolti

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Körfubolti

Hlynur leikur líka kveðjuleikinn á fimmtudaginn

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Auglýsing