Jökull Andrésson, leikmaður enska knattspyrnufélagins Reading, mun leika sem lánsmaður hjá Morecambe á komandi leiktíð.

Þessi tæplega tvítugi markvörður hefur verið á mála hjá Reading síðan árið 2017 en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum.

Á meðan á dvöl hans hefur staðið hjá Reading, sem mun leika í ensku B-deildinni næsta vetur, hefur Jökull verið lánaður til Hungerford Town, Exeter City og Morecambe sem verður í ensku C-deildinni á tímabilinu sem hefst í byrjun ágústmánuðar.

Áður en Jökull samdi við Morecambe skrifaði hann undir nýjan samning við Reading.