Bandaríski spjallþáttarstjórnandinn John Oliver fór mikinn að krefjast þess að Liverpool myndi fá úthlutað enska meistaratitlinum þrátt fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf sex stig úr síðustu níu leikjunum til að vinna fyrsta meistaratitil félagsins í þrjátíu ár.

Óvíst er hvort að deildarkeppnin hefjist á ný vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og stakk framkvæmdarstjóri West Ham upp á því að fella niður deildina þetta árið.

Hægt er að sjá ræðu Oliver um Liverpool hér fyrir neðan.