Jóhannesi Harðarsyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Start í fótbolta. Það eru norskir fjölmiðlar sem segja frá uppsögn Jóhannesar.

Fimm umferðir eru búnar í norsku B-deildinni en Start er sex stigum frá toppsæti deildarinnar eins og sakir standa.

Jóhannes hefur hefur þjálfað Start frá árinu 2019 en þar áður var aðstoðarþjálfari í tvö ár. Þá lék hann með liðinu frá 2004 til 2008.

Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili en liðið komst þangað undir stjórn Jóhannesar í lok árs 2019.