„Tilfinningin er frábær,“ sagði Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, kylfingur úr GR, í samtali við Olivia McMillan, fjölmiðlafulltrúa mótsins, eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt í úrslitum á Opna breska áhugamótinu í golfi.

Um er að ræða eitt virtasta áhugakylfingamót heimsins og fær sigurvegarinn þátttökurétt í fjórum risamótum á næsta ári.

Eftir að hafa verið þremur holum undir þegar skammt var eftir tókst Jóhönnu að snúa leiknum sér í hag.

„Það kom tímakafli þegar ég var þremur holum undir á tólftu holu sem ég var orðinn frekar pirruð en þá vissi ég að ég gæti ekki breytt því sem búið væri. Ég reyndi bara að einblína mér að mínum leik og tókst fljótlega að minnka muninn og svo jafna metin á sautjándu holu. “