Keppt var í holukeppni yfir 36 holur og hafði Louise Duncan frá Skotlandi betur með níu holum þegar átta holur voru eftir.

Jóhanna Lea er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á þetta stig þessa sterka áhugakylfingsmóts.

Um er að ræða eitt stærsta og virtasta áhugakylfingamót heimsins en með sigrinum fær Duncan þátttökurétt á fjórum af eftirsóttustu atvinnukylfingamótum heimsins.

Jóhanna Lea var í 944 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki fyrir mótið og má búast við að hún taki stórt stökk upp listann á næstu dögum.