Jóhann og Ari eru á sínum stað í byrjunarliði Íslands gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022.

Jóhann Berg tekur við fyrirliðabandinu eftir að hafa verið fjarverandi gegn Norður-Makedóníu um helgina vegna meiðsla.

Þá kemur Ari Freyr Skúlason inn eftir að hafa byrjað á bekknum í fyrstu tveimur leikjum landsleikjagluggans en hann átti góðar rispur gegn Norður-Makedóníu.

Þetta verður 81. leikur þeirra tveggja fyrir Íslands hönd en þeir deildu áður 9-11. sætinu með Guðna sem sagði af sér sem formaður KSÍ á dögunum.

Guðni lék síðasta landsleik sinn fyrir Íslands hönd í júní 2003 gegn Litháen.